top of page
Search
  • Writer's pictureHelga Hilmisdóttir

Hún er bad bitch og brazy

Þegar verið er að rannsaka málfar unglinga er mikilvægt að fylgjast með því sem er að gerast í menningarheimi þeirra. Tónlist, vinsælir sjónvarpsþættir, myndskeið, tölvuleikir og mím, allt getur þetta haft mótandi áhrif á tungutak unga fólksins. Vinsælt afþreyingarefni getur ýtt undir ákveðna málfarslega þróun og komið nýjum eða lítt þekktum orðum og orðatiltækjum í umferð. Við þekkjum þetta til dæmis úr Næturvaktaseríunni sem kenndi Íslendingum að tala eins og aðalsöguhetjan Ólafur Ragnar (sbr. já, sæææll!). Einnig má segja að popp- og rapptextar geti verið góður mælikvarði á það sem er að gerast meðal unglinga, því að tónlistarmenn sækja sinn orðaforða til unga fólksins. Hér eru því um gagnkvæm áhrif að ræða og stundum erfitt að segja hvort var á undan, eggið eða hænan.


Ég verð að játa að ég hef sjálf ekki sett mig nógu vel inn í afþreyingarefni unglinga og helst myndi ég vilja að einhver sem er með brennandi áhuga á dægurmenningu og málfræði tæki sig til og skoðaði þessa hluti í samhengi. Um daginn var ég að spjalla við Lóu Björk, umsjónarmann Lestarinnar á Rás 1, um unglingaslangur. Ég var m.a. að segja henni frá því hvernig framburður á enskum orðum hefur breyst á undanförnum árum. Í stað þess að bera orð eins og crazy fram með íslenskum hreim eru unglingar í auknum mæli farnir að nota amerískar áherslur og hljóð (sjá Allir eru bara dáldið crazy!). Til að varpa ljósi á þessa tilhneigingu unga fólksins spilaði Lóa Björk brot úr laginu Brazy með íslenska rapparanum Daniil. Í laginu má glögglega heyra þetta mynstur; textinn er á íslensku en inn á milli koma fyrir orð úr amerísku slangri. Rappararnir þræða fimlega á milli íslensku og ensku og í hvert sinn breytist framburðurinn. Slíkan samtalsstíl mætti ef til vill flokka sem krosstyngi (e. translanguaging) en það er hugtak sem hefur einkum verið notað í kennslufræði. Krosstyngi felur í sér að málhafar noti alla sína málakunnáttu sem eina heild í stað þess að meðhöndla tungumál sem ólík kerfi. Mælandi grípur hreinlega það sem hendi er næst og þræðir á milli ólíkra tungumála (sbr. Wei 2017).


Hér að neðan er texti lagsins og tengill á Youtube. Ég mæli með að þið hækkið í botn.


Brazy

(Daniil feat. Flóni)


Hún er bad bitch Já hún er brazy Hún er alveg loco hún er crazy Já hún er my baby my baby Hún er svo brazy svo brazy Hún er bad bitch Já hún er brazy Hún er alveg loco hún er crazy Já hún er my baby my baby Hún er svo brazy svo brazy


Hún er brazy fer loco (fer loco) Yeah jojo (yeah jojo) Fæ mér smá uh oh (fæ mér smá oh oh) Ohh no no (ohh no no) Og hún sækir í þessi mo fokking kílós Eins og hún sé fokking Migos Hún kemur frá Rico ya Puerto Rico


Hún er bad bitch og ég fíla það Vilja gaur sem segir oh og ég fíla það Hún spilar leiki fram og til baka eins og hún sé það Vinkona hennar að spyrja hvort megi vera með já Tvær freaky gellur sem vita alveg hvað er að frétta Opna nokkrar flöskur skulum sippa í alla nótt Reykur í já öllu loftinu já ohh þú ert svo flott Lappirnar starandi á mig sé að þú ert til í það oh oh Líkaminn hennar er að tala við mig plís komdu já fljótt Já komdu yfir (yfir) Brazy gella förum förum Fáum þig í spilið í spilið Viltu koma yfir til mín já til mín



Heimildir


Lestin 12/5 2022. RÚV.

Wei Li, 2017. Translanguaging as a Practical Theory of Language. Applied Linguistics 39/1 9–30.

210 views0 comments

Bình luận


bottom of page