ÍSLENSKT UNGLINGAMÁL

Rannsókn á samskiptaaðferðum í raungögnum

Tilgangur verkefnisins er að rannsaka unglingamál á Íslandi. Meginmarkmiðið er að kortleggja ýmis einkenni íslensks unglingamáls á grundvelli raungagna með því að nálgast það frá ólíkum sjónarhornum og með mismunandi aðferðum. Rannsóknin er styrkt af RANNÍS (styrknr. 184704-052).

Nýjustu bloggin

 

NÁNARI LÝSING Á VERKEFNINU

Tilgangur verkefnisins er að rannsaka unglingamál á Íslandi. Meginmarkmiðið er að kortleggja ýmis einkenni íslensks unglingamáls á grundvelli raungagna með því að nálgast það frá ólíkum sjónarhornum og með mismunandi aðferðum. Samtöl unglinga við ólíkar aðstæður verða hljóðrituð og skráð: Hópsamtöl um tiltekin umræðuefni sem fara fram í skólastofu með 3–4 þátttakendum í hvert sinn, sjálfsprottin samtöl í daglegu lífi ungmenna og símtöl (alls um 35 klst.). Samtölin verða tekin upp í Reykjavík, á Akureyri og á Ísafirði. Auk þess verður gerð rafræn könnun á unglingaslangri sem lögð verður fyrir um 1000 unglinga til að varpa ljósi á slanguryrði í máli þeirra og niðurstöðurnar verða bornar saman við sambærilega könnun sem gerð var árið 2000.

Við úrvinnslu og greiningu gagnanna verður m.a. beitt aðferðum samskiptamálfræði sem fæst við kerfisbundin einkenni samtala og félagsmálfræði sem felur ekki síst í sér greiningu á margvíslegum tilbrigðum í máli, bæði í málnotkun einstakra málhafa og á milli málnotenda, og tengir þau við ytri aðstæður. Rannsóknirnar beinast að ólíkum þáttum málsins og niðurstöðurnar munu varpa ljósi á samspil hinna ólíku sviða málsins: orðaforða, málkerfis og samskiptamunstra. Þær verða jafnframt bornar saman við niðurstöður annarra rannsókna, bæði við fyrri rannsóknir á íslensku unglingamáli til þess að fá vísbendingar um þróun þess og breytingar fá einni kynslóð til annarrar og við sambærilegar rannsóknir í öðrum málsamfélögum til að kanna sameiginleg einkenni unglingamáls þvert á landmæri og mörk tungumála. Einnig verða niðurstöður verkefnisins skoðaðar í ljósi fyrri rannsókna á íslensku talmáli sem gefur færi á samanburði milli ólíkra aldurshópa og málnotkun við ólíkar aðstæður. Verkefnið og niðurstöður þess fela því í sér mikilvægt framlag á sviði fræðikenninga um samtímaleg tilbrigði í máli, málbreytingar og tungumálatengsl.

Efniviðurinn verður varðveittur með öðrum talmálsgögnum hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og stuðlar þannig að því að til verði traustar heimildir um íslenskt talmál (hljóðrit, umritun í textaskrám og greining) sem nýta má til frekari rannsókna á því. Jafnframt verður gengið þannig frá hluta efnisins að það megi gera aðgengilegt til afnota í kennslu og til þróunar og hönnunar á máltæknilausnum.

Rannsóknirnar eru samvinnuverkefni fræðimanna við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Akureyri. Verkefnið hlaut styrk til þriggja ára úr rannsóknasjóði 2018.

 

Viltu hjálpa okkur að safna efni?

Til að geta rannsakað íslenskt unglingamál þurfum við að safna upptökum af raunverulegum samtölum. Gætir þú hugsað þér að senda okkur efni? Ef þú átt síma eða spjaldtölvu þarftu bara að sækja app og biðja vini þína um að skrifa undir upplýst samþykki. Ef þú ert ekki orðin 18 ára þarftu undirskrift foreldra.  Persónuupplýsingar (t.d. nöfn og símanúmer) verða þurrkaðar út.

Allir sem senda inn upptökur fá boðsmiða í bíó að launum!

FRAMVINDA VERKSINS

Helstu vörður

11.–12. október 2018

MÁLÞING

Opnunarmálþing verkefnisins haldið með þremur erlendum boðsfyrirlesurum: Marja-Leena Sorjonen, Elizabeth Peterson og Janus Spindler–Møller.

Skólaárið 2018–2019

Upptökur fara fram í skólum á höfuðborgarsvæðinu og á Ísafirði.

GAGNAÖFLUN

Janúar 2019

Fjórir aðstoðarmenn eru ráðnir til starfa til að skrá efnið. Doktorsnemi hefur störf.

SKRÁNING

Maí 2019

Skrifað er undir samning við Tekstlaboratoriet við Óslóarháskóla um smíði gagnagrunns.

SAMIÐ UM GAGNAGRUNN

Apríl 2020

TILRAUNAÚTGÁFA AF GAGNAGRUNNI

Tilraunaútgáfa gagnagrunnsins tilbúin. Unnið að lagfæringu og útfærslu. Fyrstu 10 samtölin sett í gagnagrunnin.

 

RANNSÓKNARHÓPURINN

HELGA HILMISDÓTTIR

Rannsóknardósent við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Verkefnisstjóri

ÁSGRÍMUR ANGANTÝSSON

Prófessor í íslensku við Háskóla Íslands

ÁSTA SVAVARSDÓTTIR

Rannsóknardósent við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

FINNUR FRIÐRIKSSON

Dósent í íslensku við Háskólann á Akureyri

JÓN GUÐNASON

Dósent við verkfræðideild Háskólans í Reykjavik

SIGRÍÐUR SIGURJÓNSDÓTTIR

Prófessor í íslensku við Háskóla Íslands

DAGBJÖRT GUÐMUNDSDÓTTIR

Doktorsnemi í íslensku við Háskóla Íslands

RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR

M.A.-nemi í íslensku við Háskóla Íslands

ATLI SNÆR ÁSMUNDSSON

Aðstoðarmaður, nemi við Háskóla Íslands (2019)

EVA HRUND SIGURJÓNSDÓTTIR

Aðstoðarmaður, nemi við Háskóla Íslands (2019)

EVA RAGNARSDÓTTIR KAMBAN

Aðstoðarmaður, nemi við Háskóla Íslands (2019)

IÐUNN KRISTÍNARDÓTTIR

Aðstoðarmaður, nemi við Háskóla Íslands (2019)

 

AFRAKSTUR VERKEFNISINS/DELIVERABLES

Fyrirlestrar, greinar og lokaverkefni/Papers, articles and theses

Helga Hilmisdóttir. 2018. Rannsóknarverkefnið Íslenskt unglingamál: Tilgangur, markmið og hugmyndir um gagnaöflun. Hádegisfyrirlestir á vegum Málfræðifélagsins. Reykjavík 14. september 2018.

Helga Hilmisdóttir, Ásgrímur Angantýsson, Ásta Svavarsdóttir, Finnur Friðriksson, Jón Guðnason og Sigríður Sigurjónsdóttir. Icelandic Youth Language: A Collection of Data. Veggspjald á ráðstefnunni Den 11 nordiska dialektologkonferensen, Reykjavík 20.-22. ágúst 2018.

Helga Hilmisdóttir. 2018. Användning, anpassning och accepterande av isländska importord i isländskan. Boðsfyrirlestur á málþinginu Ketsjup eller ketchup? Tilpassing av utanlandske ord i norsk og andre nordiske språk, Bergen 19. desember 2018.

Ásgrímur Angantýsson. 2018. Linguistic proficiency from the perspective of Icelandic adolecents. Fyrirlestur á opnunarmálþingi rannsóknarverkefnisins 11.-12. október 2018.

Ásta Svavarsdóttir. 2018. Icelandic spoken language data. Fyrirlestur á opnunarmálþingi rannsóknarverkefnisins 11.-12. október 2018.

Elizabeth Peterson. 2018. From the magic word to the f-word: Social and pragmatic meanings of English borrowings in Finnish. Fyrirlestur á opnunarmálþingi rannsóknarverkefnisins 11.-12. október 2018.

Finnur Friðriksson. 2018. Icelandic teenagers' online communication: Some possible pointers. Fyrirlestur á opnunarmálþingi rannsóknarverkefnisins 11.-12. október 2018.

Helga Hilmisdóttir. 2018. Icelandic youth language: An empirical research of communicative resources. Fyrirlestur á opnunarmálþingi rannsóknarverkefnisins 11.-12. október 2018.

Janus Spindler Møller. 2018. Youth languaging in contemporary Copenhagen: Insights from a longitudinal ethnographic school study. Fyrirlestur á opnunarmálþingi rannsóknarverkefnisins 11.-12. október 2018.

Sigríður Sigurjónsdóttir. 2018. Icelandic in the Digital Age. Overview and first results of the research project: Modeling the Linguistic Consequences of Digital Language Contact. Fyrirlestur á opnunarmálþingi rannsóknarverkefnisins 11.-12. október 2018.

Helga Hilmisdóttir. 2018. Íslenskt unglingamál í alþjóðlegu samhengi. Skírnir 2018 (vor), bls. 58–74.

Helga Hilmisdóttir. 2019. Unglingamál í nýjum talmálsbanka. Fyrirlestur á Hugvísindaþingi 9. mars 2019.

Helga Hilmisdóttir. 2019. Isländskt ungdomsspråk i en ny talspråkskorpus. Fyrirlestur á OFTI 37, Universitetet i Sørøst-Norge, Campus Vestfold, 19.-20. september 2019.

Helga Hilmisdóttir. 2019. „Ég elska hvernig eina sem við erum að tala um er bara eitthvað svona sjitt“ - Hversdagsleg samtöl unglinga í nærmynd. Málstofa á Degi íslenskrar tungu. Nemendafélagið Mímir, Háskóla Íslands. Reykjavík 16. nóvember 2019.

Helga Hilmisdóttir. 2020. Rannsóknarverkefnið Íslenskt unglingamál. Hvað einkennir samtöl ungs fólks? Fyrirlestur á starfsdegi framhaldsskólakennara. Reykjavík 6. mars 2020.

Helga Hilmisdóttir. 2020. Beiðnir í tölvuleikjasamtölum grunnskólanema. Fyrirlestur á málstofunni Spjall um spjall. Hugvísindaþing, Háskóli Íslands.  18. september 2020. Upptaka hér.

 

sími 5254443

HAFA SAMBAND

Helga Hilmisdóttir, verkefnisstjóri
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum 
Laugavegi 13 
101 Reykjavík

 
 

©2019 by Íslenskt unglingamál. Proudly created with Wix.com